Manuel Neuer sneri aftur í mark Bayern Munchen í gær sem spilaði við Darmstadt í þýsku Bundesligunni.
Það er fagnaðarefni fyrir marga en Neuer hefur verið meiddur í tíu mánuði og ekki spilað í mjög langan tíma.
Neuer hefur í mörg ár verið talinn einn besti ef ekki besti markmaður heims en hann meiddist eftir HM í Katar í fyrra.
Endurkoma Neuer var ansi þægileg en Bayern vann 8-0 sigur þar sem Harry Kane skoraði þrennu.
Útlit er fyrir það að Neuer sé nú aftur orðinn markmaður númer eitt hjá Bayern og á ekki í hættu á að missa sæti sitt þrátt fyrir meiðslin.