fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Fín frammistaða Íslands dugði ekki til gegn Dönum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. október 2023 20:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið tók á móti því danska í Þjóðadeildinni í kvöld. Úr varð hörkuleikur.

Stelpurnar okkar sköpuðu sér nokkur afbragðs tækifæri í fyrri hálfleik og voru heilt yfir betri í honum. Glódís Perla Viggósdóttir komst næst því að skora þegar hún skallaði í slána.

Staðan í hálfleik var þó markalaus.

Það átti eftir að koma í bakið á íslenska liðinu að nýta ekki færin því á 71. mínútu kom Amalie Vangsgaard Dönum yfir eftir frábæra fyrirgjöf Sofie Svava.

Ísland leitaði að jöfnunarmarki en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 0-1 fyrir Dani þrátt fyrir fínasta leik hjá Íslandi.

Ísland er því áfram með 3 stig eftir þrjá leiki í Þjóðadeildinni. Danir eru með fullt hús stiga á toppnum. Þjóðverjar eru með 6 stig en Wales er enn án stiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum