fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Fín frammistaða Íslands dugði ekki til gegn Dönum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. október 2023 20:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið tók á móti því danska í Þjóðadeildinni í kvöld. Úr varð hörkuleikur.

Stelpurnar okkar sköpuðu sér nokkur afbragðs tækifæri í fyrri hálfleik og voru heilt yfir betri í honum. Glódís Perla Viggósdóttir komst næst því að skora þegar hún skallaði í slána.

Staðan í hálfleik var þó markalaus.

Það átti eftir að koma í bakið á íslenska liðinu að nýta ekki færin því á 71. mínútu kom Amalie Vangsgaard Dönum yfir eftir frábæra fyrirgjöf Sofie Svava.

Ísland leitaði að jöfnunarmarki en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 0-1 fyrir Dani þrátt fyrir fínasta leik hjá Íslandi.

Ísland er því áfram með 3 stig eftir þrjá leiki í Þjóðadeildinni. Danir eru með fullt hús stiga á toppnum. Þjóðverjar eru með 6 stig en Wales er enn án stiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmenn Breiðabliks boðaðir á fund – Búist við þjálfarabreytingum í dag

Leikmenn Breiðabliks boðaðir á fund – Búist við þjálfarabreytingum í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?