fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Krufningu lokið í Bátavogsmálinu – Segir dauðan smáhund ekki tengjast málinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. október 2023 14:50

Frá Bátavogi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjóri hefur krafist fjögurra vikna framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir 42 ára konu sem grunuð er um að hafa orðið 58 ára gömlum manni að bana í íbúð í fjölbýlishúsi við Bátavog, laugardagskvöldið 21. september.

Það kemur í ljós síðar í dag hvort Héraðsdómur Reykjavíkur verður við kröfunni. Gæsluvarðhalds er krafist á grundvelli rannsóknarhagsmuna en lögregla er enn að vinna úr fjölda gagna í málinu.

Að sögn Ævars Pálma Pálmasonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er krufningu á líki hins látna lokið. Hins vegar er ekki búið að vinna úr öllum niðurstöðum krufningarinnar.

Fram hefur komið að lögregla telur að manninum hafi verið ráðinn bani og enginn annar en konan sem situr í gæsluvarðhaldi er grunaður um verknaðinn.

Áður hefur komið fram að smáhundur, sem var í eigu konunnar, fannst dauður íbúðinni er lögregla kom á vettvang. Aðspurður fullyrðir Ævar í samtali við DV að dauði smáhundsins tengist ekki morðinu.

Uppfært kl. 15:25

Héraðsdómur Reykjavíku hefur úrskurðað konuna í gæsluvarðhald til 21. nóvember að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar