Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segir það áhyggjuefni að áfengisneysla unglinga virðist hafa færst í vöxt.
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag en þar er greint frá því að á landsvísu sé talað um að drykkja hafi aukist undanfarin ár hjá nemendum í efsta bekk grunnskóla. Þetta sjáist meðal annars í Vesturbænum sem og annars staðar.
Vísað er í nýlega könnun sem gerð var í Hagaskóla en þar sögðust rétt tæplega fjórðungur nemenda (24,4%) í 10. bekk hafa verið ölvuð einhvern tíma á ævinni. Í Reykjavík allri var hlutfallið 16,9% sem er einnig of hátt að mati Ómars.
Ómar segir að virkja þurfi og byggja aftur upp öflugt foreldrasamstarf. Skólastarfið taki þátt í að stemma stigu við þróuninni en meira þurfi til.