fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Skólastjóri Hagaskóla áhyggjufullur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. október 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segir það áhyggjuefni að áfengisneysla unglinga virðist hafa færst í vöxt.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag en þar er greint frá því að á landsvísu sé talað um að drykkja hafi aukist undanfarin ár hjá nemendum í efsta bekk grunnskóla. Þetta sjáist meðal annars í Vesturbænum sem og annars staðar.

Vísað er í nýlega könnun sem gerð var í Hagaskóla en þar sögðust rétt tæplega fjórðungur nemenda (24,4%) í 10. bekk hafa verið ölvuð einhvern tíma á ævinni. Í Reykjavík allri var hlutfallið 16,9% sem er einnig of hátt að mati Ómars.

Ómar segir að virkja þurfi og byggja aftur upp öflugt foreldrasamstarf. Skólastarfið taki þátt í að stemma stigu við þróuninni en meira þurfi til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm