fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Einstaklingar hafa tapað milljónum vegna svikaskilaboða

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. október 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hleypur ekkert á einhverjum tíuþúsundköllum heldur upp í eina og kannski fleiri milljónir.“ Þetta sagði Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS, um þau svikaskilaboð sem einstaklingum hafa borist en í þeim hafa þeir verið beðnir um að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Guðmundi að einstaklingar séu fórnarlömbin í þessu en í raun megi segja að almenningur sé undir því það sé verið að herja á hann í þeirri von að hann falli fyrir þessu.

Hann sagði að þetta virki þannig að verið sé að plata fólk til að skrá sig inn á síður sem líta út eins og Island.is. Fólk sé síðan beðið um að velja hvaða bankastofnun það sé í viðskiptum við en það sé eitthvað sem íslenskir bankar geri aldrei. Þrjótarnir noti innskráninguna til að senda auðkenningarbeiðni til viðkomandi.

„Fólk heldur að það sé að skrá sig inn á Ísland.is en er í raun að skrá þessa óprúttnu aðila inn á heimabankann í staðinn,“ sagði hann og bætti við að mikilvægt sé að skoða skilaboðin vel. Þau líti kannski eðlilega út en þegar betur sé að gáð sé yfirleitt ekki íslensk síða á bak við þau. Nöfnin séu oft sérstök og ending vefslóðarinnar sé ekki .is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Í gær

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“
Fréttir
Í gær

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“
Fréttir
Í gær

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“
Fréttir
Í gær

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“
Fréttir
Í gær

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Í gær

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“