fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Mbappe er farinn að sjá mikið eftir ákvörðun sinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. október 2023 17:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe er að hallast að því að fara á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain næsta sumar.

Framtíð kappans hefur verið í lausu lofti lengi en hann framlengdi samning sinn til tveggja ára vorið 2022.

Samkvæmt Marca sér hann mikið eftir þeirri ákvörðun en hann er að verða samningslaus og íhugar að fara frítt í sumar. Hefur hann verið sterklega orðaður við Real Madrid.

Mbappe setti allt í háaloft í sumar þegar hann opinberaði að hann myndi ekki virkja ákvæði í samningi sínum um að framlengja hann til 2025. Var hann í kjölfarið settur í frystikistuna.

Eftir algjöra U-beygju var hann hins vegar tekinn aftur inn í liðið og sögðu einhverjir miðlar frá því að hann lofaði að fara ekki frítt frá PSG.

Miðað við nýjustu fréttir gæti það þó gerst næsta sumar þegar samningur leikmannsins rennur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona