fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Vinur Kristins tekinn höndum eftir Íslandsheimsókn – „Er runnið algert andskotans ofsóknaræði á menn?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. október 2023 20:53

Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Craig Murray, fyrrverandi sendiherra og uppljóstrari, var stöðvaður á flugvellinum í Glasgow í dag og gert að afhenda tölvu sína og síma á grundvelli þarlendra hryðjuverka. Murray var að koma frá heimsókn til Íslands þar sem hann var gestur Kristins Hrafnssonar, ritstjóra Wikileaks, sem er allt annað en sáttur við framferði breskra yfirvalda.

Ljóstraði upp um mannréttindabrot í Úsbekistan

Murray var sendiherra Breta í Úsbekistan árin 2002-2004 en þá opinberaði hann mannréttindabrot þarlendra stjórnvalda sem gerði það að verkum að hann var settur af. Síðan þá hefur hann starfað sem pólitískur aktívisti og verið ötull talsmaður mannréttinda og baráttumaður gegn spillingu.

„Um helgina var Craig Murray, fyrrverandi sendiherra Breta og uppljóstari, gestur minn á Íslandi. Hann hefur stutt við bakið á baráttunni fyrir frelsi Julian Assange en það hefur Ögmundur Jónasson einnig gert ötullega. Þeir hafa oftar en ekki talað á sömu fundunum erlendis og þekkjast vel. Við Craig mættum á samstöðufund með Palestínumönnum á Austurvelli í gær og köstuðum m.a. kveðju á Ögmund,“ skrifaði Kristinn í færslu á Facebook-síðu sína.

Yfirheyrður um fundinn á Austurvelli

Við heimkomuna til Glasgow var Murray síðan tekinn höndum undir ákvæði sjö í fyrrgreinum hryðjuverkalögum, sem heimilar breskri landamæralögreglu að setja menn í hald á nokkurra skýringa og krefjast þess að viðkomandi afhendi gögn og tæki, ella verði þeir kærðir fyrir brot á lögum. Segir Kristinn að auk raftækjanna sem Murray þurfti að afhenda þá var hann krafinn svara um mætinguna á fundinn á Austurvelli sem og tengsl hans við WikiLeaks og Julian Assange.

„Ég spyr, er runnið algert andskotans ofsóknaræði á menn? Hversu lengi ætlar almenningur að líða svona hraðskrið í átt að algjöru afnámi okkar grunnréttinda áður en rétt þykir að vakna úr svefnrofanum,“ skrifar Kristinn.

Craig Murray
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“