fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Ætlaði í sólina til Portúgals en drakk of mikið – Fær ekki krónu í bætur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. október 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélaginu Neos var heimilt að neita konu um far frá Keflavík til Faro í Portúgal í fyrrasumar. Það var gert á grundvelli öryggissjónarmiða þar sem konan var ölvuð og dónaleg við starfsfólk.

Konan leitaði til Samgöngustofu vegna málsins en í úrskurði hennar var kröfu konunnar um endurgreiðslu kostnaðar og skaðabætur úr hendi Neos hafnað.

Konan hugðist fljúga í sólina til Portúgals þann 7. júní 2022 en var snúið frá þegar komið var að hliðinu á Keflavíkurflugvelli.

Í svari Neos til Samgöngustofu kemur fram að starfsmaður félagsins hafi tekið eftir því við innritunarborðið að konan væri ölvuð og þá hefði hún sýnt starfsfólki dónaskap. Þegar komið var að hliðinu hafi konan verið enn ölvaðri en áður. Málið hafi verið rætt við flugstjóra vélarinnar sem hafi ákveðið að hleypa konunni ekki um borð.

Álitaefnið í málinu sneri að því hvort neitun Neos um far hafi verið réttmæt. Í niðurstöðu Samgöngustofu er bent á að flugstjóri hafi, lögum samkvæmt, æðsta vald í loftfari og honum sé heimilt, þegar nauðsyn ber til, að vísa burt farþegum.

„Það er ljóst af gögnum málsins að kvartanda var neitað um far með flugi Neos nr. NO2904 þann 7. júní 2022 þar sem að starfsmenn á vegum félagsins sem voru að innrita farþega og flugstjóri í viðkomandi flugi töldu að kvartandi væri til þess fallinn að valda ónæði um borð í flugvélinni og jafnvel stefna öryggi flugsins í hættu,“ segir í niðurstöðunni.

Að mati Samgöngustofu þótti ekki tilefni til að draga í efa þá ákvörðun flugstjóra að neitunin hafi verið tekin í því skyni að tryggja öryggi loftfarsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot