Sverrir Ingi Ingason mun bera fyrirliðabandið þegar Ísland mætir Lúxemborg í undankeppni EM á morgun.
Aron Einar Gunnarsson byrjar ekki leikinn en hann er í hópnum.
„Við vitum ekki hvort Aron geti spilað á morgun, hann er klár í að vera á bekknum á morgun,“ segir Age Hareide.
Jóhann Berg Guðmundsson hefur borið fyrirliiðabandið í undanförnum leikjum en hann er meiddur.
Íslenska liðið er með sex stig í riðlinum og þarf sigur á morgun til þess að eiga von á öðru sæti riðilsins.