fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

Heiðar Logi selur miðborgarperluna

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 12. október 2023 12:27

Heiðar Logi Elíasson Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Logi Elíasson brimbrettakappi hefur sett íbúð sína við Laugaveg 40 á sölu. Íbúðin er 82,5 fm tveggja herbergja á tveimur hæðum í fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2004. Vísir greindi frá. 

Íbúðin skiptist í neðri hæð með forstofu, baðherbergi, eldhús, stofu/borðstofu og efri hæð með svefnherbergi með útgengi út á suðursvalir með heitum potti. Heiðar Logi hefur endurnýjað íbúðina að miklu leyti.

Eldhús, stofa og borðstofa er í björtu og rúmgóðu rými með aukinni lofthæð að hluta. Á gólfum er Chevron eikarparket og útgengt er á svalir sem snúa út á Laugaveg, 

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Í eldhúsi er dökkgrá innrétting með eyju, sérsmíðuðum hillum úr reyktri eik og innfelldri dimmanlegri lýsingu við sökkul. Gyllt blöndunartæki og vaskur frá Lusso, innbyggður ísskápur og uppþvottavél og 80 cm spanhelluborð í eyju. Dimmanlegt LED hringljós yfir eyju. Tveir tenglar á hlið eyju og þráðlaus símahleðsla í borðplötu. Á baðherbergi eru fallegar flísar frá Parka á gólfi og hluta veggja.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Á efri hæðinni er rúmgott svefnherbergi með parket á gólfi og fataskáp. Þaðan er útgengt á svalir með heitum potti og útsýni yfir miðbæinn.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“