Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Demoskop gerði fyrir Aftonbladet. Hún sýnir að 35% landsmanna óttast að einhver þeim nákominn lendi í einhverju vegna átakanna.
Ótti fólks er ekki ástæðulaus því sárasaklausir borgarar hafa orðið fyrir barðinu á ofbeldisverkum glæpagengjanna og dæmi eru um að sárasaklaust fólk hafi látist af þeirra völdum.
Karin Nelsson, framkvæmdastjóri Demoskop, sagði í samtali við Aftonbladet að niðurstöðurnar sýni mikla aukning hvað varðar ótta fólks við átökin. Þau hafi staðið yfir lengi og séu engar nýjar fréttir. Þau hafi hins vegar harðnað á síðustu vikum og nú sjáist mikill munur á afstöðu fólks miðað við í mars síðastliðnum.
12 voru drepnir í átökum glæpagengja í september. Meðal þeirra var 13 ára drengur sem tengdist glæpagenginu Foxtrott en það er einn af aðalleikendunum í átökunum.
71 árs blindur maður var skotinn til bana á veitingahúsi í Sandviken þann 21. september í tengslum við þessi átök. Hann hafði engin tengsl við glæpagengin og það hafði 25 ára kona, sem lést í sprengjutilræði, heldur ekki.