fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Ógnvekjandi niðurstöður – Fimmti hver Svíi óttast þetta

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. október 2023 04:04

Helsingborg í Svíþjóð. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átök glæpagengja með tilheyrandi miskunnarlausu ofbeldi og blóðbaði er orðinn hluti af hversdeginum hjá frændfólki okkar í Svíþjóð. Þetta hefur að vonum áhrif á landsmenn og fimmti hver Svíi óttast að verða skotinn og drepinn í tengslum við þessi hörðu átök glæpagengjanna.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Demoskop gerði fyrir Aftonbladet. Hún sýnir að 35% landsmanna óttast að einhver þeim nákominn lendi í einhverju vegna átakanna.

Ótti fólks er ekki ástæðulaus því sárasaklausir borgarar hafa orðið fyrir barðinu á ofbeldisverkum glæpagengjanna og dæmi eru um að sárasaklaust fólk hafi látist af þeirra völdum.

Karin Nelsson, framkvæmdastjóri Demoskop, sagði í samtali við Aftonbladet að niðurstöðurnar sýni mikla aukning hvað varðar ótta fólks við átökin. Þau hafi staðið yfir lengi og séu engar nýjar fréttir. Þau hafi hins vegar harðnað á síðustu vikum og nú sjáist mikill munur á afstöðu fólks miðað við í mars síðastliðnum.

12 voru drepnir í átökum glæpagengja í september. Meðal þeirra var 13 ára drengur sem tengdist glæpagenginu Foxtrott en það er einn af aðalleikendunum í átökunum.

71 árs blindur maður var skotinn til bana á veitingahúsi í Sandviken þann 21. september í tengslum við þessi átök. Hann hafði engin tengsl við glæpagengin og það hafði 25 ára kona, sem lést í sprengjutilræði, heldur ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”