fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Dæmdur fyrir vörslu tuttugu tegunda fíkniefna og stera – Kylfa og raflostbyssa gerð upptæk

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 11. október 2023 18:00

Nokkuð magn alls kyns fíkniefna fundust í fórum Sigurðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Sigurður Smári Ólafsson var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefna og vopnalagabrot. Í fórum hans fundust 20 tegundir af fíkniefnum, kylfa, raflostbyssa og fleira.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærði Sigurð þann 20. júní síðastliðinn. En í hans fórum fundust bæði fíkniefni og sterar af ýmsum toga sem og vopn.

Fjölbreyttur lager

Um er að ræða tæplega 600 grömm af amfetamíni, tæplega 800 grömm af kannabislaufum, rúmlega 500 grömm af kannabis og um 35 grömm af kókaíni. Þá fannst einnig sitthvað af MDMA, oxandrolon, stanozolol, metenolon, nadrolon, trenbolon, tamoxifen, methylphenidate sandoz, deca-durabolin, primobolan, anastrozol, clenbuterol og slatti af sterum.

Auk þess voru gerð upptæk ýmis áhöld til neyslu og sölu efnanna. Svo sem vigtir, blandari, smellulásapokar, brúsar með ræktunarvökva, sprautupennar, handpressa, límmiðar, glös, tappar og fleira.

Vopnin sem fundust í fórum Sigurðar voru raflostbyssa, kylfa og piparúðabrúsi. Voru þau einnig gerð upptæk.

Skilorð vegna tafa málsins

Sigurður játaði brot sín við fyrirtöku málsins í héraðsdómi þann 13. september án undandráttar og samþykkti upptökukröfuna. Var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu.

Við refsiákvörðun var litið til þess að hann á stuttan sakaferil að baki. Eina brotið á sakavottorðinu var dómur frá maí á þessu ári við sama dómstól þar sem Sigurður var dæmdur fyrir umferðarlagabrot, vörslu fíkniefna og vopnalagabrot. Hins vegar voru brotin nú framin áður en honum var síðast gerð refsing og beri því að dæma hann til hegningarauka.

„Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði hefur játað brot sitt án undandráttar. Á hinn bóginn er einnig tekið mið af því að ákærði hafði í vörslum sínum umtalsvert magn fíkniefna, lyfja og vopna,“ segir í dóminum.

Þá var litið til þess að málið hafði dregist mjög mikið, það er rannsókn þess og útgáfa ákæru. Var því ákveðið að skilorðsbinda dóminn.

Eins og áður segir hlaut Sigurður eins árs dóm. Einnig er honum gert að greiða tæplega hálfa milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. En stærstur hluti af því fór í magngreiningar efnanna hjá Háskóla Íslands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast