fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Nýbakaður faðir fékk flogakast eftir tilefnislausa árás á Akureyri – Rúmliggjandi með mikla höfuðverki

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. október 2023 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 580 þúsund krónur í miskabætur vegna árásar á dyravörð á Akureyri haustið 2021.

Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 31. október 2021 og var maðurinn ákærður fyrir að kýla dyravörð í bakið þegar dyravörðurinn var að reyna að stöðva átök á milli ákæra og annars gests á veitingastaðnum.

Afleiðingar árásarinnar voru þó nokkrar fyrir dyravörðinn því hann hlaut brot í lið brjósthryggjarliðar 5. Dyravörðurinn fór fram á að fá 1,4 milljónir króna í bætur vegna árásarinnar en fékk innan við helming þess.

Maðurinn sem var ákærður neitaði sök og krafðist sýknu í málinu.

Féll aftur á bak og fékk kast

Í dómnum kemur fram að lögreglumenn, sem kallaðir voru á staðinn eftir að átökin voru yfirstaðin, hafi séð umræddan dyravörð fá flogakast, kreppast saman og falla aftur á bak þar sem hann stóð við bar veitingastaðarins. Annar dyravörður sem stóð hjá honum náði að grípa hann og var sjúkrabifreið kölluð til. Dyravörðurinn var meðvitundarlaus í sjö mínútur og kastaði upp eftir að hann komst til meðvitundar.

Maðurinn sem var ákærður fyrir árásina kvaðst hafa lent í stympingum við annan mann á barnum en ekki átt upptökin. Hann hafi ekki barið neinn, en verið í stympingum við annan mann þar sem þeir hafi hrint og slegið til hvors annars.

Gat ekki notið föðurhlutverksins

Dyravörðurinn lýsti því að hann hefði átt nýfætt barn þegar atvikið gerðist og þetta hafi háð honum mikið. Hann hafi oft verið rúmliggjandi fyrstu mánuðina og með mikla höfuðverki. Þá hafi hann verið geðvondur af verkjunum í stað þess að njóta föðurhlutverksins. Loks hafi hann verið virkur í íþróttum en lítið getað stundað þær eftir þetta. Hann hafi náð sér þokkalega í dag en þetta geti fylgt honum út ævina.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að atburðarásin hafi gerst hratt og framburðir beri þess merki að vitni hafi átt erfitt með að greina hana með nákvæmum hætti. Var það aðeins hinn dyravörðurinn á staðnum sem kvaðst hafa séð manninn kýla félaga sinn í bakið.

„Eru engin efni til að vefengja trúverðugan framburð vitnisins og verður hann lagður til grundvallar gegn neitun ákærða. Verður ákærði samkvæmt öllu framangreindu sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt ákæru,“ segir í niðurstöðunni.

Maðurinn sem sakfelldur er í málinu er með hreinan sakaferil en til þess sé að líta að brot hans var tilefnislaust og hafði talsverðar afleiðingar fyrir brotaþola. Á móti komi til mildunar að hann var ungur að aldri og hefur ekki brotið af sér síðan.

Fangelsisdómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“