fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Ólöglegur matvælalager á höfuðborgarsvæðinu – Nokkrum tonnum af matvælum fargað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. október 2023 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku lagði matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hald á nokkur tonn af matvælum sem voru geymd við aðstæður sem teljast óheilnæmar. Þetta var á höfuðborgarsvæðinu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir að um margar tegundir matvæla hafi verið að ræða, allt frá sósum og öðrum kælivörum til þurrvöru og kjöts.

Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins og deildarstjóri sögðu í samtali við Morgunblaðið að málið sé fordæmalaust og einstakt.

Aðgerðin átti sér stað í síðustu viku og nú stendur rannsókn málsins yfir. Komu tíu heilbrigðisfulltrúar að henni.

Búið er að farga matvælunum en ljóst er að þau voru ekki hæf til neyslu.

Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá heilbrigðiseftirlitinu, sagðist ekki vita hvað eigandinn hafi ætlað að gera við matvælin en magnið bendi til að hann hafi ekki ætlað að neyta þeirra sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“