fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Mörg hundruð ökumenn óku of hratt við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. október 2023 14:58

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að þegar grunnskólar í umdæmi embættisins hefji göngu sína á nýjan leik eftir sumarleyfi sé lögreglan þar jafnan við  umferðareftirlit og svo hafi einnig verið í ár. Sérstakur myndavélabíll embættisins hafi mælt hraða ökutækja við á fjórða tug grunnskóla, eða í næsta nágrenni þeirra, einna helst við gönguleiðir skólabarna víða í umdæminu í bæði ágúst og september síðast liðnum.

Við þessar hraðamælingar hafi um 750 ökumenn verið staðnir að hraðakstri í og við grunnskólana og hafi verið sektaðir fyrir vikið. Í tilkynningunni segir enn fremur að í grófasta tilvikinu hafi verið um ræða bifreið, sem var ekið á 84 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Ökumaður hennar eigi yfir höfði sér ákæru.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill minna ökumenn, enn og aftur, á að aka varlega, ekki síst í námunda við skóla enda margir þar á ferli, meðal annars nýir vegfarendur sem hófu skólagöngu í sumarlok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt