Lionel Messi er að ýta við David Beckham eiganda Inter Miami og vill fá Luka Modric til félagsins í janúar.
Modric fær lítið að spil hjá Real Madrid á þessu tímabili og hefur áhuga á því að skoða aðra kosti.
Inter Miami og fleiri félög hafa sýnt miðjumanninum frá Króatíu.
„Hann hefur fengið tilboð frá Bandaríkjunum og Sádí Arabíu en tók ákvörðun um að vera áfram,“ segir Pedja Mijatovic fyrrum leikmaður Real Madrid.
„Messi hefur sýnt því mikinn áhuga á að fá Modric, og svo hittust Modric og Beckham í Króatíu á dögunum.“
Messi fór til Inter Miami í sumar og hefur spilað vel í MLS deildinni í Bandaríkjunum.