Breski vefmiðillinn Football Insider heldur því fram að Trent Alexander-Arnold sé nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Liverpool.
Trent hefur verið algjör lykilmaður hjá Liverpool undanfarin ár og eru þetta því miklar gleðifréttir fyrir stuðningsmenn.
Núgildandi samningur bakvarðarins rennur út eftir næstu leiktíð og Liverpool vill því ganga frá samningum sem fyrst.
Nú er það að takast ef marka má nýjustu tíðindi.
Þá er talið að laun Trent hækki frá um 180 þúsund pund á viku í um 200 þúsund pund.