Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að Antony gæti snúið aftur í lið Manchester United þegar liðið mætir Galatasaray á morgun.
Antony hefur ekki spilað undanförnu vegna ásakana frá fyrrum kærustum um að hann hafi lagt á þær hendur.
Bæði lögreglan í Brasilíu og í Manchester er að rannsaka málið en United ætlar að spila honum á meðan málið er á þeim stað.
„Antony kemur til greina, hann æfði í fyrsta sinn í gær með liðinu,“ segir Ten Hag.
„Við erum með æfingu í dag og tökum ákvörðun en hann kemur svo sannarlega til greina.“
United tapaði í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar gegn Bayern á meðan Galatasaray gerði jafntefli við FCK.