fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Vilhjálmur Birgisson: Verðum að fá óháða erlenda sérfræðinga til að meta gjaldmiðilinn – treystir ekki Seðlabankanum vegna beinna hagsmuna hans af tilvist krónunnar

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 1. október 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson segir Seðlabankanum ekki treystandi til að meta áhrif krónunnar vegna þess að allir þar innan dyra myndu missa vinnuna ef við köstum krónunni. Þess vegna þurfum við óháða erlenda sérfræðinga. Hann hefur þegar tekið málið upp við Samtök atvinnulífsins og innan verkalýðshreyfingarinnar. Hann vill fá á hrint hvort það er krónan sem kemur í veg fyrir samkeppni frá erlendum bönkum og tryggingafélögum hér á landi.

Vilhjálmur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Vilhjálmur Birgisson 1
play-sharp-fill

Vilhjálmur Birgisson 1

Ég verið að horfa á það af hverju ríkir svona mikil fákeppni á öllum sviðum samfélagsins. Af hverju hefur enginn erlendur banki áhuga á að koma hér og bjóða til dæmis upp á einhvers konar lánafyrirkomulag, tryggingafélög og svona mæti lengi telja.

Þegar maður fer að skoða þessa hluti út frá þeirri fákeppni sem við höfum þurft að búa við þá eru margir hagfræðingar sem hafa haldið því fram að það sé meðal annars vegna þess að enginn vilji snerta á íslensku krónunni með töngum, ef svo má að orði komast.

Út frá þessum þáttum hefur mér bara fundist eðlilegt, í ljósi þess að það er hægt að skipta hagfræðingum og fræðingum upp til helminga um áhrif íslensku krónunnar. Þurfum við þá ekki bara að kalla til erlenda, virta, óháða aðila til þess að fara yfir gjaldmiðlamálin hjá okkur og í slíkri úttekt yrði allt undir; evra dollari, danska krónan, norska krónan og svo framvegis?

Vilhjálmur segist raun og veru ekki skilja hvers vegna í ósköpunum hvers ekki sé löngu búið að láta framkvæma slíka úttekt. „Núna hef ég verið að vinna í því í samtölum við Samtök atvinnulífsins, og líka innan verkalýðshreyfingarinnar, að það verði bara aðilar vinnumarkaðarins sem láti framkalla slíka úttekt, taki bara frumkvæðið og forystuna í þessu máli einfaldlega vegna þess að við finnum engan óháðan aðila hér á landi.

Seðlabankinn skilaði 600 blaðsíðna skýrslu fyrir nokkrum árum um gjaldmiðlamál. Í mínum huga er algerlega fráleitt að láta Seðlabankann gera slíka úttekt einfaldlega vegna þess að Seðlabankinn, eða tilvist Seðlabankans, hangir saman við sjálfstæðan gjaldmiðil. Þeir eru í raun og veru að taka ákvörðun um það hvort þeir sem þar starfa hafi vinnu áfram eða ekki, ef þannig má að orði komast, þannig að niðurstaðan úr slíkri úttekt hjá Seðlabankanum getur í raun og veru aldrei orðið önnur en að við eigum að halda okkur við íslensku krónuna sem gjaldmiðil.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Hide picture