Leikmaður franska liðsins Nice sem hótaði því að fremja sjálfsvíg í morgun er ekki lengur í hættu.
Franskir miðlar sögðu frá því í morgun að ónefndur leikmaður Nice glímdi við sjálfsvígshugsanir í kjölfar sambandsslita.
Maðurinn stóð á Magnan brúnni sem er norð-vestur af Nice og um 100 metra há.
Lögreglu- og slökkviliðsmenn ásamt sálfræðingi á vegum Nice mættu á staðinn til að veita honum aðstoð en hann er nú úr hættu.