Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í gær mann fyrir að stela dyrabjöllu úr verslun í Kópavogi að verðmæti rétt tæpar 40.000 krónur.
Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir umferðarlagabrot í lok september í fyrra en þá stjórnaði hann bíl er hann var undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Kveðinn var upp svokallaður útivistardómur í málinu þar sem ákærði mætti ekki fyrir dóm. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir þjófnað og umferðarlagabrot.
Var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi og til sviptingar ökuréttar ævilangt.