Andri Lucas Guðjohnsen átti frábæran leik fyrir Lyngby í kvöld sem mætti HB Koge í danska bikarnum.
Andri skoraði í síðasta leik Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni og reimaði aftur á sig markaskóna í kvöld.
Um var að ræða spennandi leik sem lauk með 4-2 sigri Lyngby en það var ekki fyrr en eftir framlengingu.
Andri skoraði tvennu í sigrinum en hann byrjaði leikinn ásamt Sævari Atla Magnússyni og Kolbeini Birgi Finnssyni.
Sævar lagði upp annað mark Lyngby í leiknum en var tekinn af velli stuttu síðar.