fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Segja að næsti heimsfaraldur geti orðið 50 milljónum að bana

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. september 2023 04:05

Næsti heimsfaraldur getur brostið á hvenær sem er. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsti heimsfaraldur gæti verið nær okkur í tíma en við höldum og verið af völdum einhverrar óþekktrar veiru og gæti orðið 50 milljónum að bana. Hann yrði þannig af svipaðri stærðargráðu og Spænska veikin.

Þetta segja bóluefnasérfræðingarnir Kate Bingham og Tim Hames og að næsti heimsfaraldur gæti verið af völdum einhverrar af þeim milljón veirum sem enn hafa ekki uppgötvast. Þau eru að gefa út nýja bók, sem heitir „The Long Shot“, að sögn Daily Mail sem fjallaði nýlega um bókina.

„Heimsfaraldurinn 1918-19 banaði að minnsta kosti 50 milljónum manna um allan heim, tvisvar sinnum fleiri en létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Í dag getum við átt von á svipuðum fjölda andláta af völdum einhverrar af þeim veirum sem eru nú þegar til,“ segir í bókinni.

Þau benda á fjöldi veira séu uppteknar við að fjölga sér og stökkbreytast og séu raunar fleiri en öll önnur lífsform hér á jörðinni til samans en það sé ekki þannig að allar þessar veirur séu hættulegar fólki en þó nógu margar.

„Eins og staðan er núna þá vita vísindamenn um 25 veirufjölskyldur, hver þeirra samanstendur af hundruðum eða þúsundum mismunandi veira, sem geta valdið heimsfaraldri segja þau.

En það sem er verra að þeirra sögn er að það eru hugsanlega rúmlega milljón veirutegundir sem hafa ekki enn uppgötvast og að þær geti borist á milli tegunda, stökkbreyst mikið og orðið milljónum manna að bana.

Hvað varðar heimsfaraldur kórónuveirunnar segja þau að heimsbyggðin hafi verið „heppin“ þrátt fyrir að veiran hafi orðið 20 milljónum að bana. „Aðalatriðið er að langflestir þeirra sem sýktust af veirunni náðu sér. Á hinn bóginn er dánartíðni af völdum ebólu um 67%. Fuglaflensa ekki langt að baki með 60%. Meira að segja MERS er með 34%. Við getum því ekki veðjað á að auðvelt verði að halda aftur af næsta heimsfaraldri,“ segja þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu