Bernd Leno þekkir það vel að missa sæti sitt í byrjunarliði Arsenal en hann er í dag markmaður Fulham.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ákvað að losa sig við Leno og fékk inn Aaron Ramsdale sem hefur sjálfur misst sæti sitt í liðinu.
Ramsdale hefur staðið sig nokkuð vel á Emirates en er í dag varamaður fyrir David Raya sem kom í sumar.
Leno segir að þessi vinnubrögð Arteta séu undarleg og að hann sjálfur myndi aldrei nota sömu aðferð.
,,Ef ég væri stjóri þá myndi ég aldrei breyta um markmann og segja: ‘Oh í dag þarf ég að breyta til því ég þarf markmann sem er betri með boltann eða þennan sem er betri í fyrirgjöfum,’ sagði Leno.
,,Ég myndi heldur ekki breyta um markmann því í dag værum við að spila gegn Manchester City og þeir munu eiga tíu skot eða þess álíka. Ég myndi aldrei gera það.“