Brentford 1 – 3 Everton
0-1 Abdoulaye Doucoure(‘6)
1-1 Mathias Jensen(’28)
1-2 James Tarkowski(’67)
1-3 Dominic Calvert-Lewin(’71)
Everton vann loksins leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Brentford á útivelli.
Um var að ræða nokkuð óvæntan sigur en Everton hefur alls ekki verið sannfærandi í byrjun tímabils.
Þeir bláklæddu höfðu þó betur 3-1 að þessu sinni en staðan eftir fyrri hálfleikinn var jöfn, 1-1.
James Tarkowski og Dominic Calvert-Lewin bættu við mörkum fyrir Everton í seinni hálfleik og fyrsti sigur tímabilsins staðreynd.