Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans en nýr þáttur kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og að þessu sinni var gesturinn Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur á knattspyrnvöllinn eftir 852 fjarveru í gær. Þá kom hann inn á í leik Lyngby gegn Vejle í dönsku úrvalsdeildinni.
Í þættinum á föstudag var það rætt að endurkoma hans nálgaðist.
„Ég held að þetta yrði svakalegt afrek á þessum aldri, að byrja aftur í fótbolta. Þú getur verið á hlaupabrettinu í tvo daga en þessar litlu hreyfingar í fótboltanum, þetta er bara drulluerfið íþrótt,“ sagði Arnar.
„Ef hann nær á það level að geta spilað landsleiki og í dönsku úrvalsdeildinni yrði það mjög merkilegt afrek.
Ég held að það sé það sem hefur haldið honum gangandi, að ímynda sér að spila atvinnumannafótbolta og með landsliðinu.“
Umræðan í heild er í spilaranum.