fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Íslenskir karlar vinna sjö tímum lengur en konur – Bændur og sjómenn vinna lengst

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. september 2023 09:00

Sjómenn og bændur vinna næstum því 54 stunda vinnuviku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðalvinnuvika Íslendinga var 39 klukkutímar árið 2022. Vinnuvikan hefur sífellt verið að styttast á undanförnum árum en árið 2015 var hún 41 tímar. Íslendingar hafa þó enn þá ekki náð meðaltali Evrópu, sem er 37,5 tímar.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins.

Ekki er langt síðan Ísland var á meðal þeirra landa þar sem vinnuvikan var hvað lengst. Í dag er hún lengst í Serbíu, 43,3 klukkutímar en þar á eftir koma Grikkland og Pólland. Almennt er vinnuvikan mun lengri í eystri hluta Evrópu en vestari. Ísland er hins vegar á meðal þeirra ríkja í vesturhlutanum þar sem vinnuvikan er lengst.

Styst er vinnuvikan í Hollandi, aðeins 33,2 klukkutímar. Þar á eftir koma Þýskaland, Danmörk, Noregur og Sviss.

Karlar í þriðja sæti en konur nítjánda

Mikill munur er á lengd vinnuvikunnar hjá körlum og konum. Íslenskir karlar vinna 42,2 tíma á viku, og er vinnuvikan sú þriðja lengsta í Evrópu. Vinnuvikan hjá íslenskum konum er 35,3 tímar og eru þær í nítjánda sæti í álfunni.

Bændur og sjómenn vinna mun lengur en heilbrigðisstarfsfólk

Einnig er mikill munur á lengd vinnuvikunnar eftir atvinnugreinum. Hjá bændum og sjómönnum er hún 53,9 klukkutímar, 43,4 hjá byggingingaverkamönnum, 42,3 hjá bílstjórum, 42,1 hjá verksmiðjufólki, 39,8 hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja, 38,9 hjá vísindafólki, 38,7 hjá verslunarfólki, 37,8 hjá starfsfólki í veitingastaða og hótela, 36,5 hjá kennurum, 33,8 hjá listamönnum og 33,1 hjá heilbrigðisstarfsfólki svo einhverjar starfsgreinar séu nefndar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía
Fréttir
Í gær

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur til OK

Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“