fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Sakamálarannsókn hafin á hendur manninum með geimverulíkin – „Ég hef engar áhyggjur“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 20. september 2023 20:00

Maussan segist ætla að greina frá því hvernig honum áskotnuðust verurnar á hentugum tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöldum í Perú er ekki skemmt yfir fréttum af fundi tveggja „geimverulíka.“ Sakamálarannsókn er hafin á blaðamanninum Jaime Maussan og stjórnvöld vilja vita hvernig líkin komust út úr landinu.

Eins og DV hefur greint frá sýndi Maussan, sem er sjötugur áhugamaður um fljúgandi furðuhluti, mexíkóska þinginu líkin tvö í síðustu viku. Sagði hann þetta merkilegustu uppgötvun sögunnar en fullyrti þó ekki að þetta væru geimverur. Þetta væru að minnsta kosti verur sem hefðu lifað á jörð með manninum.

Hugsanlega settar saman úr leifum manna og dýra

Að sögn Maussan fundust verurnar, sem hafa fengið nöfnin Clara og Mauricio, í Perú árið 2017. Þær eru litlar, gráar, með ílangt höfuð og þrjá fingur. Rannsóknir hafi sýnt að erfðaefni þeirra sé að þriðja hluta óþekkt.

Vísindamaður frá háskóla í Mexíkó segir hins vegar að líklega komi sýnin úr nokkrum mismunandi múmíum frá ólíkum tímum. Annar hefur sagt að geimverurnar séu eins og dúkkur sem hafi verið settar saman úr leifum manna og dýra auk ýmissa gerviefna.

Vilja vita hvernig leifarnar komust úr landi

Stjórnvöld í Perú líta svo á að meintar geimverur séu að öllum líkindum mörg hundruð ára gamlar líkamsleifar frumbyggja. Það er frá fimmtándu öld eða fyrr, áður en Spánverjar settust að og gerðu Perú að nýlendu.

Sjá einnig:

Annað geimverulíkið í Mexíkó sagt ólétt – Er þetta stærsta uppgötvun mannkynssögunnar eða eru brögð í tafli?

Leslie Urteaga, menningarmálaráðherra Perú, tilkynnti að verið væri að rannsaka hvernig Maussan hefði komist yfir líkin og hvernig þau hafi verið flutt úr landi. Það var menningarmálaráðuneytið sem tilkynnti málið til lögreglunnar.

Segist saklaus

Maussan hefur ekki gefið það upp hvernig hann fékk verurnar en hann hefur brugðist við tíðindunum frá Perú og sagst vera saklaus af ásökununum. Hann hefur einnig sagt að hann muni greina frá öllu saman á hentugum tíma.

„Ég hef engar áhyggjur. Ég hef ekki gert neitt ólöglegt,“ sagði Maussan í viðtali við breska blaðið The Telegraph.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“