fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Mjög skýr markmið fyrir föstudaginn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. september 2023 17:00

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markmið íslenska kvennalandsliðsins fyrir komandi leik gegn Wales í Þjóðadeildinni er skýrt, að ná í þrjú stig. Þetta segir landsliðskonan Sandra María Jessen.

Ísland og Wales mætast í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni á föstudag.

„Það er rosalega mikil tilhlökkun í hópnum og við erum klárar í þetta. Þetta er mjög góður og vel samsettur hópur og ég held að markmiðið sé skýrt, við ætlum að ná í þrjú stig,“ segir Sandra við 433.is.

Sandra María
play-sharp-fill

Sandra María

„Mér finnst rosalega góð stemning í hópnum. Það er bæði mjög gaman en á réttum tímapunktum á æfingum og fundum er líka full alvara þannig við náum að stýra mjög vel hvernig við erum.“

Sandra segir að velska liðið sé þétt fyrir og það þurfi þolinmæði til að brjóta það á bak aftur.

„Ég held það muni taka tíma að brjóta þær niður. Við þurfum að vera þolinmóðar og nýta okkar styrkleika og sækja á þeirra veikleika til að ná marki. Ég held að við séum með nógu góða leikmenn til að brjótast í gegnum þennan varnarmúr hjá þeim. Vonandi náum við inn einhverjum mörkum. „

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
Hide picture