Ísland og Wales mætast í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni á föstudag.
„Það er rosalega mikil tilhlökkun í hópnum og við erum klárar í þetta. Þetta er mjög góður og vel samsettur hópur og ég held að markmiðið sé skýrt, við ætlum að ná í þrjú stig,“ segir Sandra við 433.is.
Sandra María
„Mér finnst rosalega góð stemning í hópnum. Það er bæði mjög gaman en á réttum tímapunktum á æfingum og fundum er líka full alvara þannig við náum að stýra mjög vel hvernig við erum.“
Sandra segir að velska liðið sé þétt fyrir og það þurfi þolinmæði til að brjóta það á bak aftur.
„Ég held það muni taka tíma að brjóta þær niður. Við þurfum að vera þolinmóðar og nýta okkar styrkleika og sækja á þeirra veikleika til að ná marki. Ég held að við séum með nógu góða leikmenn til að brjótast í gegnum þennan varnarmúr hjá þeim. Vonandi náum við inn einhverjum mörkum. „
Viðtalið í heild er í spilaranum.