fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Kona hlaut lífshættulega áverka eftir hrottafulla nauðgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. september 2023 16:30

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 6. október næstkomandi verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjaness í máli héraðssaksóknara gegn manni sem sakaður er um nauðgun og sérstaklega hættulega líkamsárás á konu.

DV hefur ákæru málsins undir höndum en lýsingar í henni á meintu ofbeldi mannsins eru afarr óhugnanlegar en konan hlaut lífshættulega áverka af árásinni.

Eftir að hinn ákærði og konan hófu samfarir með beggja vilja beitti hann hana ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að hafa gegn vilja hennar samfarir í endaþarm auk þess að stinga hendi sinni langt inn í leggöng konunnar. Hann hélt henni niðri á meðan þessu stóð og hélt áfram þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir konunnar um að hætta.

Konan hlaut lífshættulega áverka í leggöngum, tvær sárrifur og rifu á slagæð, með virkri slagæðablæðingu sem sauma þurfti fyrir.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Konan fer fram á miskabætur að fjárhæð 2,5 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás