Elmar Kári Enesson Cogic var valinn besti ungi leikmaður Lengjudeildar karla í uppgjörsþætti Lengjudeildarmarkanna hér á 433.is í gær.
Elmar er 21 árs gamall og átti frábært tímabil með Aftureldingu í Lengjudeildinni. Hann skoraði alls 17 mörk.
Lið hans hafnaði í öðru sæti og er a leið í umspil um sæti í Bestu deildinni.
Besti ungi
Tímabilið í Lengjudeildinni var gert upp í Lengjudeildarmörkunum í gær og var Viktor Jónsson, leikmaður ÍA og sá Besti í deildinni á árinu að mati þáttarins, sérstakur gestur.
Þáttinn í heild má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Lengjudeildin - Uppgjör