fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Magna ósátt: Þetta er ljósmyndin sem Facebook vill ekki að þú sjáir

Birti ljósmynd af sér og syni sínum – Sögð sýna óviðeigandi nekt

Auður Ösp
Fimmtudaginn 4. febrúar 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég elska þessa mynd og bráðna í hvert sinn sem ég sé hana, þetta eru bestu stundir lífs míns og yndislegt að eiga það á mynd og geta deilt myndinni með vinum og vandamönnum,“ segir Magna Járnbrá Gísladóttir en henni brá í brún í fyrradag þegar henni var meinað að birta ljósmynd á fésbókarsíðu sinni þar sem hún sést gefa syni sínum brjóst.
Var myndin tilkynnt til stjórnenda Facebook vegna „óviðeigandi nektar.“ Segir Magna að myndin hafi mikið tilfinningalegt gildi fyrir sig enda sýni hún innilega stund á milli hennar og barnsins og undrast hún mjög þessar siðareglur samskiptamiðilsins.

Í samtali við DV.is segir Magna að hún hafi fengið tilkynninguna í fyrradag. „Á myndinni sit ég í sumarkjól á rúminu mínu og var að gefa tæplega tveggja mánaða syni mínum brjóst. Barnsfaðir minn tók myndina á hlið og tel ég þetta ekki mikla nærmynd,“ segir hún og bætir við að myndin hafi engu að síður verið inni á síðunni síðan árið 2013.

„Á þessari mynd sést ég í vel hyljandi sumarkjól, halla haus undir flatt að horfa á ungabarn í fangi mínu og aðeins sést í kollinn, eða réttara sagt hárið á litla drengnum mínum. Brjóstin sjást engan veginn en það sést frá hnjám niður á tær.“

„Mér brá og var mikið hneyksluð þegar ég sá hvaða mynd var verið að tilkynna og viðurkenni að ég varð líka reið og pirruð. Það fyrsta sem mér datt í hug var að stjórnendur facebook hefðu sjálfir verið ósáttir við myndina,“ segir Magna.

Mikil viðbrögð

Stjórnendur Facebook taka sjálfir fram í tilkynningu sem finna má undir reglum síðunnar að þeir séu svo sannarlega fylgjandi brjóstagjafamyndum enda sé þar á ferð náttúruleg og falleg athöfn. Meirihluta brjóstagjafamynda sem birtast séu í samræmi við þeirra stefnu. Þær myndir sem teknar séu til athugunar séu í langflestum tilvikum tilkynntar af öðrum notendum sem finnist þær óviðeigandi.

Magna segir að sér hafi sárnað mikið að fá ekki að hafa myndina sem sé á engan hátt óviðeigandi né sett inn á vefinn í vafasömum tilgangi heldur sýni hún einlæga stund á milli móður og barns. „Þetta er ein af uppáhalds myndunum mínum því að hún sýnir svo fallega stund.“

Magna tjáði sig um málið í nokkrum hópum á Facebook þar sem viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Ekki leið á löngu fyrr en fólk var farið að tjá sig og hafa skoðanir á þessari mynd og fékk ég einróma lof fyrir myndina og allir sem tjáðu sig voru á sama máli og ég: Þetta er fáránlegt.“

„Ég vil ekki trúa því að einhver af mínum vinum og vandamönnum geti fundist þetta óviðeigandi. Ég fæ auðvitað ekki að vita hver tilkynnti myndina en ef rétt reynist að þetta sé einhver af mínum vinalista þá held ég að tími sé kominn á að herða fræðslu og þekkingu á brjóstagjöf,“ segir Magna einnig og bendir á að á Facebook-síðu hennar megi finna aðrar myndir sem sýni mun meira hold. „Til dæmis myndir frá Spáni þar sem ég er í bikiní einu fata og ekki hefur neinum fundist það óviðeigandi.“

Hún kveðst engu að síður þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið og vonast til að vekja upp umræður um málið. „Mér þykir ofboðslega vænt um þau viðbrögð sem ég fékk frá svo rosalega mörgu fólki. Þau gefa mér von um að brjóstagjöf verði litin þeim góðu augum sem að hún á skilið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd