fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Svona enduðu leikar í neðstu deildunum hér á landi

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. september 2023 17:00

Dalvík/Reynir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga voru leiknar lokaumferðirnar í íslensku neðri deildunum. KSÍ tók á vef sínum saman hvernig leikar enduðu í fjórum neðstu deildunum karla megin.

2. deild karla
Dalvík/Reynir bar sigur úr býtum í 2. deild karla með 45 stig og var það lið ÍR sem tryggði sér annað sætið á markatölu. ÍR endaði með 41 stig eins og KFA en ÍR var með 27 mörk í plús en KFA með 21 mark í plús. KV endaði í botnsæti deildarinnar með 9 stig, Sindri fylgir þeim niður í 3. deild en liðið endaði í 11. sæti með 17 stig.

3. deild karla
Reynis S. endaði á toppi 3. deildar karla með 47 stig og liði Kormáks/Hvatar í öðru sæti með 45 stig, bæði lið spila því í 2. deild á næsta ári. Á hinum enda töflunnar voru Ýmir með 16 stig og KFS með 21 stig, sem falla á markatölu.

4. deild karla
Vængir Júpiters sigruðu 4. deild karla með 42 stigum og mun KFK fylgja liðinu upp í 3. deild en KFK enduðu í öðru sæti með 39 stig. Uppsveitir fara niður í 5. deild ásamt Álftanesi.

5. deild karla
Í 5. deild var það RB sem sigraði A riðil, Úlfarnir enduðu í öðru sæti. Kría sigraði B riðil og KFR enduðu í öðru sæti. Í úrslitakeppni 5. deildarinnar mættust RB og KFR, fyrri leikurinn fór 2-0 fyrir RB og tryggðu RB sér sæti í úrslitaleiknum með 1-2 sigri í seinni leik liðanna. Kría hafði betur gegn Úlfunum 1-2 í fyrri leik liðanna en seinni leikurinn endaði með 4-4 jafntefli. Úlfarnir höfðu betur gegn KFR í leik um 3. sætið og voru það RB sem tryggðu sér fyrsta sætið með 2-1 sigri á móti Kríu í úrslitaleiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Í gær

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?