Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, er alls ekki ánægður með einkunn sína í tölvuleiknum EA Sports FC.
EA Sports FC verður gefinn út í fyrsta sinn í þessum mánuði en flestir þekkja tölvuleikinn undir nafninu FIFA en því nafni var breytt á síðasta ári.
Rashford er framherji Man Utd og er ekki beint þekktur fyrir að vera frábær í vörninni – EA Sports gefur honum 41 í einkunn af 99.
Englendingurinn var mjög hissa er hann frétti af þessu en hann vill meina að varnarvinna hans sé alls ekki svo slæm.
,,41!? Er ég svona lélegur? 41, ég er í sjokki yfir þessu, ég lýg því ekki,“ sagði Rashford.
Rashford hélt áfram og vill einnig meina að hann sé fljótasti leikmaður Man Utd en heildareinkunn hans hækkaði úr 83 í 85.