Aston Villa hefur mikinn áhuga á Dani Ceballos, leikmanni Real Madrid.
Unai Emery, stjóri Villa, starfaði með Ceballos hjá Arsenal fyrri hluta tímabilsins 2019-2020 áður en hann var rekinn frá félaginu.
Ceballos var alls í tvö ár á láni hjá Lundúnaliðinu frá Real Madrid.
Emery vill endurnýja kynnin við hann og fá hann á miðsvæðið hjá Villa.
Ceballos hefur verið meiddur undanfarið en lék alls 30 leiki fyrir Real Madrid í fyrra. Hann kom þó gjarnan inn af bekknum.
Félagaskiptaglugginn í helstu deildum opnar á ný um áramótin og það er spurning hvort Villa láti til skarar skríða þá.