Helgi Mikael Jónasson dæmir bikarúrslitaleik karla í knattspyrnu á laugardaginn. Þar munu eigast við Víkingur og KA.
Helgi Mikael mætti á blaðamannafund vegna málsins í dag. Þar fór fram hlutkesti um hvar vítaspyrnukeppnin fer fram, þurfti að grípa til hennar.
Víkingar höfðu betur í því hlutkesti of til þess kemur þá verður hún hjá stuðningsmönnum Víkings.
Víkingur getur orðið bikarmeistari í fjórða skiptið í röð en keppnin árið 2020 kláraðist ekki vegna COVID-19.