fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Erlent flutningaskip tók niðri við Akurey

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 10. september 2023 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlent flutningaskip tók niðri við Akurey um klukkan þrjú í dag þegar skipið var á leið frá Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Grunur lék á að mengun kæmi frá skipinu og var séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar á varðbátnum Óðni kölluð út til að kanna aðstæður. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út til að kanna aðstæður úr lofti.

Athugun leiddi í ljós að þunn olíubrák reyndist vera á svæðinu og var ákveðið að flutningaskipið héldi til hafnar í Reykjavík þar sem mengunarvarnargirðing verður sett umhverfis skipið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun draga olíuvarnargirðinguna umhverfis flutningaskipið ásamt séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar. Umhverfisstofnun hefur verið gert viðvart og rannsókn á tildrögum atviksins er í höndum rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK