Darren Bent, fyrrum landsliðsmaður Englands, myndi ekki skipta á Martin Ödegaard og Jude Bellingham ef hann fengi tækifæri til þess.
Bent er stuðningsmaður Arsenal og hefur verið í mörg ár en Ödegaard er fyrirliði liðsins og einn mikilvægasti leikmaður liðsins.
Bellingham er vonarstjarna Englands og samdi við Real Madrid í sumar þar sem hann hefur byrjað frábærlega.
Þrátt fyrir aldursmuninn þá myndi Bent ekki skipta á þessum leikmönnum og vill bara halda Norðmanninum á Emirates.
,,Bellingham? Ég elska hann, ég elska hann! Spurningin var þó hvort ég myndi skipta á honum og Ödegaard,“ sagði Bent.
,,Nei, ég er ekki að fara að skipta út fyrirliðanum okkar, einum mikilvægasta leikmanninum fyrir hann. Ég myndi alltaf halda Ödegaard, takk fyrir.“