Nicolas Pepe er að fara frá Arsenal en hann er mættur til Tyrklands þar sem hann mun skrifa undir samning hjá Trabzonspor.
Arsenal mun leyfa Pepe að fara til Trabzonspor án þess að fá krónu fyrir hann.
Arsenal ætlar að rifta samningi Pepe til að losna við hann af launaskrá en hann hefur ekkert getað hjá félaginu.
Pepe var lengi vel dýrasti leikmaður Arsenal en hann kostaði 72 milljónir punda þegar hann kom frá Lille sumarið 2019.
Arsenal hefur í allt sumar til að reyna að finna lið fyrir Pepe en glugginn í Tyrklandi er áfram opinn.