fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Magnús Már og hans tryggi aðstoðarmaður framlengja við Aftureldingu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. september 2023 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Már Einarsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Aftureldingu, og Enes Cogic, aðstoðarþjálfari, hafa báðir framlengt samninga sína til tveggja ára eða út tímabilið 2025.

Maggi og Enes eru að klára sitt fjórða tímabil með Aftureldingu en undir þeirra stjórn hefur liðið bætt árangur sinn ár frá ári. Annað árið í röð hefur Afturelding slegið stigamet félagsins í Lengjudeildinni og þegar tvær umferðir eru eftir er liðið í harðri baráttu um sæti í Bestu deildinni, þvert á allar spár fyrir mót.

,,Það er gríðarlegur heiður að þjálfa uppeldisfélagið og ég hlakka til að gera það áfram næstu árin. Trúin og liðsheildin í hópnum er stórkostleg og við erum staðráðnir í að klára núverandi tímabil af krafti og ná markmiðum okkar. Strákarnir í liðinu hafa lagt mikið á sig á þessu tímabili og eiga mikið hrós skilið. Umgjörðin í kringum liðið er fyrsta flokks og stemningin á leikjum í Mosfellsbæ er mögnuð. Við erum gífurlega þakklátir fyrir að eiga frábæra stuðningsmenn og erum staðráðnir í að halda áfram að bæta liðið og taka skref fram á við næstu árin,” sagði Maggi eftir undirskriftina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“