fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Banaslys á Sighvati – Rannsóknarnefnd dregur enga ályktun

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. september 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarnefnd samgönguslysa dregur enga ályktun af banaslysi, sem varð þann 3. desember síðastliðinn á línuskipinu Sighvati GK 57 norðarlega á Eldeyjarbanka norðvestan af Garðskaga, þegar skipverjinn , Ekasit Thasap­hong, kallaður Bhong, féll fyrir borð. Lík hans hefur ekki fundist, en mikil leit stóð yfir í nokkra daga eftir atvikið.

Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar um slysið kemur fram að skipverjinn hafi verið að kasta út færi og baujum í færarými þegar hann féll úrbyrðis.  Um þrjátíu mínútur liðu áður en aðrir skipverjar gerðu sér grein fyrir að eitthvað hefði komið fyrir Bhong og var skipið þá um 3,5 sjómílum frá töldum slysstað.

Mynd: RNSA

Í skýrslunni er farið yfir verklag við línuveiðar skipsins og segir þar að þeir sem voru á vakt hafi skipst á verkum á millidekki. Er verklagið rakið nánar, en tveir skipverjar sem fóru upp í færarými tóku eftir því að færi drógust eftir skipinu sem var fest í bauju og belgi. Drógu þeir færið inn og sáu að það var skorið. Skipverjarnir tengdu nýtt færi við línuna og vörpuðu baugu og belgjum í sjóinn. Fóru þeir síðan að leita að Bhong sem átti að vera að störfum í færarými. 

Áhöfnin öll sett á útkikk án árangurs

Er viðbrögðum áhafnar eftir að Bhong fannst ekki um borð lýst og leit að honum sem stóð yfir í þrjá daga lýst í skýrslunni. 

Eftir að skipverjinn fannst ekki um borð  gaf skipstjóri fyrirmæli um að skera á línuna og hélt í samráði við Landhelgisgæsluna á nálægan stað. Áhöfnin var öll sett á útkikk án árangurs.

Eftirlitsmyndavélar eru um borð í skipinu og sýnir ein þeirra færarýmið. Myndavélarnar eru með upptökubúnaði sem virkjast við hreyfingu. Búnaðurinn var hins vegar á verksmiðjustillingum (default) sem nam illa hreyfingu og vistaði ekki allt sem myndavélin nam. 

Skipstjórinn var að beygja skipinu og var hann því ekki stöðugt að horfa á skjáinn meðr eftirlitsmyndavélunum. Mynd: RNSA

Skipverjar sem gáfu skýrslu telja þá eina skýringu mögulega að skipverjinn hafi flækst í færi þegar verið var að leggja línu og fallið með færinu útbyrðis.

Rannsóknarnefndin ályktar ekki í málinu. Algengast er í skýrslum sem þessari þar sem banaslys verða í samgöngum á sjó, lofti eða legi að rannsóknarnefnd geri ályktanir um slys og geri tillögur til útbóta svo draga megi lærdóm af slysinu og koma í veg fyrir slík slys í framtíðinni.

 Fjölmörg skip komu að leitinni

Í viðauka skýrslunnar er útdráttur úr leitarskýrslu Landhelgisgæslu Íslands.  Fjölmörg skip komu að leitinni að skipverjanum og einnig var notast við kafbát. Munir sem taldir voru tilheyra skipverjanum fundust sama kvöld og hann féll fyrir borð, en skipverjinn hefur ekki fundist.

Höfðaði mál til að fá skipverjann talinn látinn

Ekasit Thasap­hong skildi eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Ekkja hans höfðaði mál sem tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær um að hann verði talinn látinn. Samkvæmt lögum um horfna menn nr. 44/1981 þarf að höfða mál með slíkum hætti svo unnt sé að gefa út dánarvottorð og ganga frá skiptum á dánarbúi skipverjans.

Sjá einnig: Söfnun til stuðnings fjölskyldu sjómannsins sem féll útbyrðis – „Eftir standa Inga Björg og börnin þeirra þrjú með brotin hjörtu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Í gær

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki