Æðstu menn Bayern Munchen eru sagðir þreyttir á hegðun Thomas Tuchel, stjóra liðsins, undanfarið. Bild segir frá.
Tuchel hefur undanfarið talað mikið um að hópurinn sé of þunnur og almennt verið frekar neikvæður í viðtölum.
Æðstu menn Bayern eru þreyttir á þessu og einnig hegðun Tuchel á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Til að mynda vildi Tuchel ólmur fá Declan Rice til liðs við sig í sumar á meðan aðrir hjá félaginu settu Harry Kane í fyrsta sæti.
Þá var Tuchel ekki nógu skýr í kröfum sínum um hvernig markvörð hann vildi til að leysa af hinn meidda Manuel Neuer. Bayern var orðað við Kepa Arrizabalaga, Robert Sanchez og Bono áður en Ísraelinn Daniel Peretz gekk svo í raðir félagsins.
Bayern er með fullt hús stiga í deildinni eftir þrjá leiki en það er spurning hvort sæti Tuchel fari að hitna vegna hegðunar hans utan vallar.