fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Stóð frammi fyrir áhugaverðu vali

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. september 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Damir Muminovic var gestur í hlaðvarpsþættinum, Götustrákar þar sem þeir félagar Bjarki Viðarsson og Aron Mímir fóru yfir hlutina með varnarmanni Breiðabliks.

Damir hefur verið afar farsæll leikmaður í liði Breiðabliks undanfarin ár og átt stóran þátt í góðum árangri liðsins. Í þættinum var hann spurður út í hina ýmsu hluti og meðal annars þetta.

„Hvort myndiru frekar, það er forsíðumynd af þér á DV haldandi á Carlsberg þar sem fyrirsögnin er „Ég á Kópavog“, eða næst þegar þú færð gult spjald þá hendir þú í TikTok dans,“ segir Bjarki Viðarsson, annar af stjórnendum þáttarins.

Damir var ekki lengi að hugsa sig um. „Ég tek DV, ég hef einu sinni komist í ömurlega umfjöllun í DV þegar ég var 18 ára. Mig minnir að þetta hafi verið Óskar, ég var 18 ára pjakkur alltaf á djamminu. Ég held að það hafi staðið Damir kýs áfengi frekar en fótboltann,“ segir Damir.

Það var þó ekki Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks sem skrifaði þetta en hann starfaði á DV á þessum árum. Það var Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans í dag sem skrifaði um að Damir væri í agabanni þar sem hann væri hrifnari af bakkus en boltanum.

„Damir Muminovic hefur einnig verið í agabanni hjá liðinu. Bakkus hefur honum þótt meira spennandi en frami í fótboltanum og hefur hann ótt og títt sést í miðbæ Reykjavíkur,“ segir í greinar Tómasar en Damir var þá leikmaður HK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða