Napoli tekur fyrir þær fréttir að félagið eigi í viðræðum við Khvicha Kvaratskhelia um að framlengja samning hans.
Hinn 22 ára gamli Kvaratskhelia gekk í raðir Napoli frá heimalandinu Georgíu síðasta sumar og fór á kostum á sinni fyrstu leiktíð.
Í kjölfarið hefur kantmaðurinn verið orðaður við önnur stórlið en undanfarið hefur verið rætt um að hann sé að framlengja samning sinn við Napoli.
Félagið svarar hins vegar fyrir þetta í yfirlýsingu.
„Einhverjir miðlar, sem eru aðeins með umboðsmenn leikmannsins sem heimild, halda áfram að fullyrða að viðræður eigi sér stað um nýjan samning Kvaratskhelia .Þetta er kjaftæði,“ segir í henni.
Samningur Kvaratskhelia rennur ekki út fyrr en eftir fjögur ár.
„Enginn frá Napoli hefur rætt um hugsanlega framlengingu á samningi hans.“