fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Dæmdur fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni – Hótaði henni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. september 2023 19:00

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 29. ágúst síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness yfir manni sem ákærður var fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni. Ákæruliðir voru tveir og og voru um tvö og hálft ár á milli atvikanna, sem er lýst svo í ákæru:

„1. Þriðjudaginn 30. ágúst 2016, veist með ofbeldi að dóttur sinni, A, kt. 000000- 0000, á heimili þeirra að […], og slegið hana í andlit og því næst elt hana inn í
svefnherbergi og sparkað í efri búk hennar, allt með þeim afleiðingum að A hlaut sprungna vör, roða og eymsli í kringum rifbein.

2. Þriðjudaginn 26. mars 2019, að […], hótað dóttur sinni, A, kt. 000000-0000, svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði ef hún færi ekki inn í herbergi sitt og í kjölfarið hótað syni sínum, B, kt. 000000-0000, barsmíðum, en hótanirnar voru til þess fallnar að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð A og B.“

Maðurinn neitaði alfarið sök og sagði ásakanirnar runnar undan rifjum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem hefði heilaþvegið börnin í heift sinni yfir því að maðurinn hefði byrjað með annarri konu.

Héraðsdómur taldi framburð mannsins ekki trúverðugan auk þess sem framburður dóttur hans, sem kærði hann til lögreglu, var studdur framburði ýmissa vitna, t.d. bróður hennar og nokkurra vinkvenna hennar sem hún trúði fyrir frásögnum af ofbeldi á heimilinu.

Var maðurinn fundinn sekur samkvæmt ákæru og dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða dóttur sinni eina milljón króna í miskabætur og syni sínum 400 þúsund krónur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“