Erik ten Hag stjóri Manchester United hefur boðað Jadon Sancho á fund sinn í vikunni til að reyna að hreinsa loftið.
Ten Hag steig fram eftir leik gegn Arsenal um helgina og sagði að Sancho hefði verið latur á æfingum, sökum þess var Sancho ekki í hóp gegn Arsenal.
Sancho var ekki lengi að svara, hann sendi út yfirlýsingu og sagði þjálfarann ljúga. Hann væri alltaf gerður að blóraböggli og að hann ætti það ekki skilið.
Sancho er ekki í enska landsliðshópnum enda lítið spilað undanfarið, hann og Ten Hag munu því funda í vikunni.
Ljóst er að Sancho gæti verið í klandri en Ten Hag hefur verið óhræddur við að henda út mönnum sem far ekki eftir hans reglum.