fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Annar Miðflokksmaður vanhæfur – „Pólitískt ofbeldi“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 4. september 2023 17:09

Tveir fulltrúar Miðflokksins hafa verið dæmdir úr leik í umræðu um Fjarðaheiðargöng.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokksmanninum Hannes Karl Hilmarsson var gert að víkja af fundi Múlaþings þegar verið var að ræða skipulagsbreytingu vegna Fjarðaheiðargangna í morgun. Hann er annar fulltrúi flokksins sem er vanhæfur í málinu og lýsti ákvörðuninni sem „þöggun“ og „pólitísku ofbeldi“ af hálfu meirihlutans.

Hannes Karl situr sem áheyrnarfulltrúi flokksins í umhverfis og framkvæmdaráði. Á síðasta fundi ráðsins kom vanhæfi hans til tals vegna þess að hann hafi sent inn andmæli gegn auglýsingu sveitarfélagsins sem birt var þann 7. mars síðastliðinn.

Í grunninn snýst málið um leiðarval Fjarðaheiðargangna, það er nyrðri leið sem meirihluti bæjarstjórnar vill fara eða syðri leið, sem fulltrúar Miðflokksins vilja fara.

Í auglýsingunni segir „Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.“ Túlkaði Hannes Karl þetta á þann hátt að ef hann myndi ekki skila inn andmælum myndi bæjarstjórn túlka það sem svo að hann væri sáttur við leiðarval meirihlutans.

Hannes Karl sagðist ekki vilja veita viðtal að svo stöddu á meðan hann hugsaði næstu skref. Þröstur Jónsson, oddviti flokksins, gerði það hins vegar. En meirihluti bæjarstjórnar hefur talið hann vanhæfan í málinu á fyrri stigum, vegna þess að bróðir hans er eigandi tveggja jarða sem jarðgöngin myndu fara í gegnum.

„Ég er alveg hættur að skilja þetta um hvað þetta mál snýst. Það er stigið á tærnar á okkur alls staðar,“ segir Þröstur. „Við höfum mjög málefnalega afstöðu í málinu en hún má ekki heyrast. Skoðanakönnun sýnir að megnið af íbúum á Egilsstöðum og nágrenni eru fylgjandi okkur. Því er stungið undir teppið og það má helst ekki ræða þetta.“

 

„Saklaus á meðan sekt er ekki sönnuð“

Mál Þrastar fór inn á borð Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, en þaðan kom langur úrskurður sem Þröstur telur hvorki sýna fram á sekt eða sýknu í málinu.

„Það kom úrskurður frá ráðherra sem þorði þó ekki að taka afstöðu í málinu. Hann hvorki kveður á um að ég sé hæfur né vanhæfur. Þá hlýtur maður að vera saklaus á meðan sekt er ekki sönnuð. Það er almenna reglan og ég get ekki vikið til hliðar á grundvelli þessa úrskurðar,“ segir Þröstur.

Auglýsing Múlaþings um skipulagsbreytingu.

Venjulega séu vanhæfismál afgreidd á örfáum síðum en skjöl þessa máls séu farin að nálgast hundrað. Skipulagsbreytingin, sem Hannes Karl var ákvarðaður vanhæfur til að fjalla um, mun nú koma inn á borð sveitarstjórnar þar sem Þröstur situr og verður rætt þann 13. september.

„Ég sjálfur lít svo á að ég sé ekki vanhæfur,“ segir Þröstur en viðurkennir að það sé stál í stál.

 

Auglýsingu beint til almennings

Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar og oddviti Framsóknarflokksins, segist ekki taka undir röksemdir Hannesar Karls.

„Ef þú sendir inn umsögn þykir ekki við hæfi að þú svarir henni sjálfur,“ segir hún. Hún segir að lögfræðingur sveitarfélagsins hafi komið á fundinn í morgun og skýrt stöðuna út frá lögfræðiáliti sem unnið var.

Jónína segir að fyrirmæli um orðalag auglýsingar hafi verið á þennan hátt í lögum áður fyrr og það sé viðtekin venja hjá Múlaþingi að notast við það. Þá liggi fyrir dómur í áþekku máli frá Hvalfjarðarsveit.

„Hann er í miklu betri aðstöðu sem kjörinn fulltrúi að koma sínum athugasemdum að heldur en sem almenningur. Þegar hann situr inni sem nefndarmaður eða áheyrnarfulltrúi er hann inni á fundinum og er að taka þátt í þessari ákvörðun,“ segir hún. Orðalag auglýsingarinnar eigi ekki við um sveitarstjórnarfulltrúa heldur sé beint til almennings.

 

Mun bera upp vantrauststillögu á Þröst

Jónína segir að Þröstur verði áfram vanhæfur til umræðu um málið þegar það kemur til sveitarstjórnar, eins og hann hafi verið á fyrri stigum.

„Við munum bera upp vantrauststillögu á Þröst þar. Ég reikna með því,“ segir Jónína. Þó það þurfi kannski ekki endilega sé heppilegra að bera tillöguna upp í hvert skipti svo það leiki enginn vafi á að hann sé vanhæfur.

Aðspurð hvort það séu illindi í málinu segir Jónína það ekki vera, að minnsta kosti ekki frá dyrum meirihlutans séð.

„Ef það eru illindi eru þau ekki af okkar hálfu. Það eru þá þeirra orð, ekki okkar. Okkur sem kjörnum fulltrúum ber skylda að fara að stjórnsýslulögum. Sama hvað öðrum finnst um það. Við erum stjórnvald og tökum stjórnvaldsákvarðanir,“ segir hún að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut