fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Mótmælin á höfninni – „Þeir geta að minnsta kosti ekki farið neitt á meðan þær sitja þarna“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 4. september 2023 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og talskona Hvalavina segja konurnar tvær sem hafa hlekkjað sig við Hval 8 og 9 í friðsamlegum mótmælum og stundi borgaralega óhlýðni. Óvíst sé um áhrif.

„Þessar konur eru að nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn til tjáningar og mótmæla því sem þær telja vera yfirvofandi brot gegn lögum um velferð dýra,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Hún segir málið ekki fordæmalaust.

Frá vettvangi mótmælanna
play-sharp-fill

Frá vettvangi mótmælanna

Aðgerðir lögreglu standa enn yfir

„Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem við sjáum þessa tegund af borgaralegri óhlýðni í tengslum við hvalveiðar Íslendinga.“

Aðspurð um áhrif segist Katrín ekki hafa nægilega öfluga spádómsgáfu til að segja til um það

Katrín segist ekki vita til þess að konurnar tvær, sem heita Eliza og Anahita, séu á vegum neinna samtaka. Það segist Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, heldur ekki vita en hún er á svæðinu.

„Þetta eru konur sem ákváðu upp á sitt einsdæmi að gera þetta,“ segir Valgerður. „Við í Hvalavinum styðjum friðsamlegar mótmælaaðgerðir. Mér finnst þær hugrakkar að hafa gert þetta. Þær eru að standa vörð um réttindi dýra. Það er verið að brjóta dýravelferðarlög með því að murka úr hvölum lífið. Hver einasti hvalur sem bjargast vegna þessara aðgerða skiptir máli.“

Frá vettvangi mótmælanna

Býst ekki við að skipin sigli út

Valgerður býst ekki við því að skipin sigli út í dag og því hafi mótmælin einhver áhrif. „Þeir geta að minnsta kosti ekki farið neitt á meðan þær sitja þarna. Það hefur þá alla vega einhver áhrif,“ segir hún.

Lítið er að gerast á svæðinu og hálfgerð pattstaða komin upp. Nokkuð af fréttafólki og áhorfendum hefur safnast fyrir á höfninni. Sérsveit lögreglunnar er ekki að ræða við konurnar og ekki í neinum sjáanlegum aðgerðum.

Valgerður segir að veðrið sé gott og það væsi ekki um konurnar. „Fyrst að ráðherra stöðvar þetta ekki eru borgararnir komnir í það mál,“ segir hún.

Telur ólíklegt að skipin sigli út í dag

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Hide picture