fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Bara tímaspursmál hvenær Salah fer frá Liverpool

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. september 2023 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

­Það er bara tímaspursmál hvenær Mohamed Salah ákveður að yfirgefa Liverpool og taka við hærri launum annars staðar.

Þetta segir Jermaine Pennant, fyrrum leikmaður liðsins, en Salah hefur verið sterklega orðaður við Al Ittihad í Sádi Arabíu undanfarna daga.

Pennant býst ekki við að Salah verði seldur á þessu tímabili en glugginn í Sádi Arabíu lokar 20. september á meðan glugginn í Englandi er lokaður.

Pennant býst sterklega við því að Salah sé á leiðinni annað á næstu árum en hann hefur lengi verið einn besti leikmaður Liverpool.

,,Ef þú spyrð mig þá snýst þetta ekki um hvort það gerist heldur hvenær. Liverpool mun ekki hleypa honum burt á þessu tímabili en eins og Harry Kane gæti hann farið ári áður en samningnum lýkur,“ sagði Pennant.

,,Það væri líklega á næsta tímabili eða ári seinna. Það væri ekkert vit í því að hleypa honum burt núna og það væri mjög slæmt fyrir Liverpool.“

,,Tottenham ákvað að selja Harry Kane og þeir eru að missa 30 mörk, það er það sama og Liverpool myndi missa. Þeir þurfa á honum að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Davíð Þór reif fram til að fá Kára úr Laugardalnum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Davíð Þór reif fram til að fá Kára úr Laugardalnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að allir leikmenn elski Salah

Segir að allir leikmenn elski Salah