fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Þórður Þórðarson stýrir þremur landsliðum hjá KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. september 2023 16:00

Mynd/KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari U16 og U17 landsliða kvenna. Samhliða því mun hann þjálfa U23 lið kvenna.

Þórður, sem hefur lokið KSÍ Pro gráðu, hefur mikla reynslu sem þjálfari og hefur m.a. þjálfað bæði karla og kvennalið ÍA í meistaraflokki og starfaði einnig sem yfirþjálfari ÍA. Þórður var landsliðsþjálfari U19 kvenna frá árinu 2014 til 2021 ásamt því að vera aðstoðarþjálfari U16/17 kvenna á sama tímabili.

Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U19 kvenna, mun aðstoða Þórð með U16/17 kvenna ásamt því að halda áfram með þjálfun U19 kvenna. Margrét hefur náð frábærum árangri sem þjálfari U19 kvenna, kom liðinu í úrslitakeppni EM nú í sumar þar sem að liðið stóð sig vel og endaði í 5-6 sæti.

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir mun aðstoða Þórð með þjálfun U23 kvenna. Bára hefur verið þjálfari síðan 2014 bæði hér á Íslandi sem og í Svíþjóð. Bára hefur farið í fjölda verkefna á vegum KSÍ sem aðstoðarþjálfari og leikgreinandi, fyrst árið 2017. Bára er sjúkraþjálfari að mennt og hefur lokið UEFA A þjálfaragráðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“